Vífilsstaðavegur lokaður við Hafnarfjarðarveg

18.02.2016 - 10:17
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV  -  RÚV Anton Brink
Umferðarljósin á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar eru enn óvirk og því er Vífilsstaðavegur lokaður þar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Ljósin hafa verið óvirk frá því í gærmorgun.
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV