,,Við syrgjum okkur sjálf."

15.01.2016 - 10:45
Mynd með færslu
 Mynd: music-bazaar.com
Víðsjá er í dag helguð breska tónlistarmanninum David Bowie sem andaðist á sunnudag, 69 ára að aldri.

Í þættinum verður rætt við fólk sem þekkir feril Bowies, um einkenni hans sem listamanns og stöðu hans í menningarlandslagi samtímans. Bowie andaðist aðeins tveimur dögum eftir útkomu hljómplötunnar Blackstar, og eftir að hafa sent frá sér myndband við lagið Lazarus sem margir líta nú á sem hans hinstu kveðju til heimsins. Víðsjá rýnir meðal annars í þessa hinstu kveðju Bowies, og varpar ljósi á list hans í víðu samhengi. Viðmælendur í þættinum Bragi Ólafsson rithöfundur, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Bowie-aðdáandi, Pétur Hallgrímsson gítarleikari, Jón Proppé listfræðingur og Guðni Elísson bókmenntafræðingur. 

 

Mynd með færslu
Eiríkur Guðmundsson
dagskrárgerðarmaður