VG ályktar gegn matarsóun verslana

Blandað ferskt grænmeti í kassa.
 Mynd: Stocksnap.io
Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs sendi frá sér ályktun í gær, þar sem skorað er á alþingi að fylgja fordæmi neðri deildar franska þingsins, og leggja bann við óábyrgri sóun matvöruverslana, þar sem gífurlegu magni matvæla sé hent reglulega, sem þó gætu komið að góðum notum víða, meðan margir í heiminum búi við hungur og skort.
Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV