Versta meðferð sögunnar á stjórnmálamanni?

Donald Trump
 · 
Guðmundur Hálfdánarson
 · 
Trump
 · 
Menningarefni
 · 
Stjórnmál
 · 
Víðsjá

Versta meðferð sögunnar á stjórnmálamanni?

Donald Trump
 · 
Guðmundur Hálfdánarson
 · 
Trump
 · 
Menningarefni
 · 
Stjórnmál
 · 
Víðsjá
Mynd með færslu
19.05.2017 - 15:05.Guðni Tómasson.Víðsjá
Donald Trump virðist dag frá degi koma sér í enn meiri vandræði eftir að hann rak yfirmann FBI, James Comey, úr starfi á dögunum. Forsetinn kvartar sáran undan fjölmiðlum þar vestra og segir að enginn stjórnmálamaður í sögunni hafi fengið verri meðferð. En á það við rök að styðjast?

Viðvaningsháttur 

„Það er auðvitað alveg ljóst að hefðbundir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa verið frekar andsnúnir Trump,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. „Hann er ekki heldur hrifinn af þeim heldur og kallar fjölmiðlana alls konar ónefnum. Andrúmsloftið er slæmt en hins vegar hafa þessir fyrstu mánuðir Trumps á forsetastóli einkennst af mjög miklum viðvaningsháttur í stjórnun og viðkvæmni gagnvart gagnrýni. Hann hefur því kallað þetta yfir sig sjálfur, myndi ég nú segja. “

Illmælanlegt 

Guðmundur segir sögulegan samanburð oft snúin. „Í sjálfu sér er ekki hægt að mæla svona á neinn skipulegan hátt,“ segir Guðmundur um fullyrðinguna. „Við skulum segja að Nixon hafi farið verr út úr samskiptum við fjölmiðla, alla vega enn sem komið er. Í sjálfu sér þurfa forsetar í frjálsum löndum að búa við það að þeir stjórna ekki fjölmiðlum og eina leiðin til að fá af sér góðar fréttir er að reyna að koma í veg fyrir að af manni berist vondar fréttir.“

Mynd með færslu
 Mynd: Ollie Atkins  -  Wikimedia
Richard Nixon

Eldri dæmi

Watergatehneykslið á áttunda áratug 20. aldar leiddi til afsagnar Richards Nixon en stjórnmálasagan er löng og snúin og stundum jafnvel blóðug. Bandaríkjaforsetar hafa verið felldir, rétt eins og rómverski stjórnmálamaðurinn Sesar forðum daga. 

„Fjölmiðlun er orðin miklu meira alltumlykjandi en hún var og hún er líka óvægnari,“ segir Guðmundur. „Þetta einkennir öll vestræn lönd þar sem fjölmiðlar bera ekki nærri jafn mikla virðingu fyrir stjórnmálamönnum og embættum þeirra og áður. Trump virðist heldur ekki bera virðingu fyrir embættinu og hegðar sér ekki eftir þeim siðareglum sem um það hafa gilt. Hann hefur ekkert gert síðan hann tók við embætti til að lægja öldurnar og verða forseti allra Bandaríkjamanna því honum dugar alveg að vera forseti þeirra sem að trúa á hann.“

Viðtalið við Guðmund um Trump og söguskoðun hans er í spilaranum hér að ofan. 

Tengdar fréttir

Erlent

„Enginn stjórnmálamaður fengið verri meðferð“