Verkfall flugvirkja staðið í 11 daga

22.01.2016 - 08:13
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Verkfall sex flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu hefur nú staðið í eina og hálfa viku frá 11. janúar. Á þriðjudag var haldinn stuttur og árangurslaus fundur í deilu þeirra hjá Ríkissáttasemjara. Birkir Halldórsson sem er í samninganefnd flugvirkja segir að þar hafi ekkert nýtt komið fram og ekki hafi verið boðað til fundar að nýju.

Flugvirkjarnir hafi verið samningslausir í tuttugu og sex ár og vilji ríkisins til samninga enginn. Starfsmennirnir sem eru í verkfalli eru eftirlitsmenn með lofthæfi og nýskráningum flugvéla. Hjá Flugfélaginu Örnum hefur ekki fengist skráð flugvél sem kom til landsins í nóvember, því þegar átti að fá vottun í byrjun janúar var verkfall skollið á. Verkfallið hefur því þegar haft töluverð áhrif á starfsemina þar og verða þau meiri eftir því sem lengur dregst.

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV