Verkfall farskipamanna skollið á

02.02.2016 - 00:05
Mynd með færslu
Stjórnendur búast við að eftirspurn aukist mikið á innanlandsmarkaði á næstunni.  Mynd: Anton Brink RÚV  -  RÚV Anton Brink
Verkfall vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum Samskipa og Eimskipa er skollið á, en það hófst á miðnætti. Menn sitja enn á fundi hjá ríkissáttasemjara, segir Guðmundur Ragnarsson, formaður vélstjóra og málmtæknimanna. Ekkert tilboð sé á borðinu.

Verkfallið nær til sjö kaupskipa hjá skipafélögunum tveimur. Eitt skipanna er við bryggju í Reykjavík en hin tínast inn næstu daga og halda ekki úr höfn fyrr en samningar takast. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV