Verður bikarleikjum fækkað á Englandi?

16.02.2016 - 18:02
epa05040474 Arsenal's Mesut Oezil (C) celebrates scoring their first goal against Dinamo Zagreb during their UEFA Champions League match at the Emirates Stadium, London, Britain, 24 November 2015.  EPA/GERRY PENNY
Arsenal hefur orðið bikarmeistari á Englandi undanfarin tvö ár.  Mynd: EPA
Enska knattspyrnusambandið vinnur nú að leiðum til að minnka leikjaálag hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni. Ein þeirra leiða sem enska knattspyrnusambandið íhugar alvarlega er að hætta að leika annan leik þegar lið gera jafntefli í enska bikarnum. Bikarleikir færu því í framlengingu og í vítaspyrnukeppni reynist þess þörf til að knýja fram úrslit.

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt leikjaálag á Englandi og segir það hamla enska landsliðinu frá því að ná árangri.

Tvær bikarkeppnir fara fram á Englandi og hefur komið til umræðu að leika aðeins einn undanúrslitaleik enska deildarbikarnum í stað tveggja eins og fyrirkomulagið er í dag. Talið er að þessar hugmyndir gætu komið til framkvæmda árið 2018 þegar núverandi sjónvarpssamningar renna út.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður