Verður að borga lendingargjöldin fyrirfram

19.08.2017 - 16:10
Keflavíkurflugvöllur. Mynd: ISAVIA
 Mynd: ISAVIA/Oddgeir  -  ISAVIA
Þýska flugfélagið Airberlin verður að greiða lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli fyrirfram frá og með mánudeginum. Þannig hafa stjórnendur Isavia, sem rekur flugvöllinn, brugðist við fregnum af því að þýska félagið hafi fengið greiðslustöðvun.

Óvissa ríkir um framtíð Airberlin. Þýsk stjórnvöld tryggðu fjármagn til að reka fyrirtækið næstu mánuði meðan örlög þess ráðast. Lufthansa skoðar möguleika á að yfirtaka Airberlin. Á ferðavefnum Túrista kemur fram að frá og með næsta mánudegi verði Isavia að greiða lendingargjöld eina viku fram í tímann. Samkvæmt verðskrá Keflavíkurflugvallar kostar hver lending miðlungsstórrar farþegaþotu um 100 þúsund krónur. 

Forsvarsmenn Airberlin óskuðu greiðslustöðvunnar á dögunum eftir að helsti hluthafinn, Etihad flugfélagið, ákvað að veita ekki meira fé til rekstrarins. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi sjö af síðustu átta árum og tapaði jafnvirði tíu milljarða króna í fyrra. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV