Verði skilgreint sem ofbeldi gegn börnum

06.03.2016 - 08:30
Kona heldur utan um hönd ungbarns.
 Mynd: Gölin Doorneweerd - Swijnenburg  -  Freeimages
Feður eru 85% þeirra sem höfðuðu svokölluð tálmunarmál í fyrra. Þar sem öðru foreldrinu er meinað að hitta barn þrátt fyrir að hafa til þess rétt eða deila forræði. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra vill að tálmanir verði skilgreint sem ofbeldi gegn börnum.

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði á Alþingi fyrir skömmu að áratugum saman hefði viðgengist kynbundið ofbeldi gegn feðrum þegar kemur að forræðismálum.

Í frétt Stöðvar 2 er rætt við Guðmund og Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðing og framkvæmdastjóra Samtaka umgengnisforeldra. Gunnar segir sýslumannsembættin standa máttlaus gagnvart þesum málum og ekkert sé aðhafst.

Samtök umgengnisforeldra vilja að tálmanir verði skilgreindar sem ofbeldi gegn börnum og verði þar með barnaverndarmál.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV