Verðbólgan sú mesta síðan í ágúst

25.02.2016 - 11:31
Útsala í Smáralind
 Mynd: RÚV
Verðbólga síðustu tólf mánaða er 2,2% samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Þetta eru mesta ársverðbólga síðan í ágúst í fyrra, en þá mældist hún líka 2,2%.

Útsölur búnar

Í frétt Hagstofunnar segir að  vetrarútsölur séu víða búnar. Verð hækkaði á fötum og skóm um 6,4% frá síðasta mánuði og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 11,7%. Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 11,9%.

Mynd með færslu
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV