Velferð borgaranna stefnt í tvísýnu

24.02.2016 - 17:14
Gömul hönd heldur utan um hönd ungbarns.
 Mynd: Todor Atanasov  -  Freephotosbank
Sá langi biðtími sem einkennt hefur geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga er óviðunandi og stefnir velferð borgaranna í tvísýnu.

Þetta segja forsvarsmenn átta félagasamtaka í áskorun sem þeir hafa sent ráðherrum, alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum vegna nýrrar skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga.

Þeir skora á stjórnvöld að bregðast nú þegar við þeim athugasemdum sem fram eru settar í skýrslunni og benda á að frjáls félagasamtök hafi til fjölda ára, ítrekað vakið athygli á ástandinu og afleiðingum aðgerðaleysis.

Félagasamtökin sem standa að áskoruninni eru:

  • ADHD samtökin
  • Átak, félag fólks með þroskahömlun
  • Barnaheill - Save the Children á Íslandi
  • Einhverfusamtökin
  • Einstök börn
  • Landssamtökin Þroskahjálp
  • Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð
  • Umhyggja – félag til stuðnings langveikum börnum