Vegurinn yfir Holtavörðuheiði lokaður

21.02.2016 - 22:42
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður og einnig er lokað austur yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi vegna veðurs. Vegurinn um Fagradal og á Fjarðarheiði er einnig lokaður.

Víða um land eru fjallvegir ófærir. Á Vesturlandi er ófært yfir Fróðárheiði, ófært er á Klettshálsi og Þröskuldum á Vestfjörðum. Ófært er um Þverárfjall á Norðurlandi en búið að er opna veginn um Víkurskarð, þar er þæfingsfærð og skafrenningur. Á Austurlandi er ófært um Vatnsskarð eystra.

Hálka og hálkublettir eru á flestum vegum landsins.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV