Veginum um Hvalnesskriður lokað í nótt

07.03.2016 - 17:23
Mynd með færslu
Í byrjun febrúar féllu spýjur úr hlíðinni við Hvalnesskriður  Mynd: Mynd: Georg Valur Geirsson
Veginum um Hvalnes- og Þvottárskriður verður lokað í kvöld klukkan 10/22 vegna snjóflóða og skriðuhættu. Vegagerðin segir að aðstæður verði skoðaðar í fyrramálið. Mjög skefur á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og þæfingsfærð. Þungfært er á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

Búist er við að veður gangi þar niður um og upp úr átta í kvöld. Undir Hafnarfjalli verða hviður 30-40 metrar á sekúndu fram á kvöld, þar er nú óveður sem og á Reykjanesbraut og Kjalarnesi. Þó að þar sé mjög hvasst er vegurinn sagður hálkulaus. 

 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV