Vegagerðin: „Verður hættulega hvasst“

13.03.2016 - 14:55
Mynd með færslu
Frá Kjalarnesi. Mynd úr safni.  Mynd: Hallgrímur Indriðason  -  RÚV
Helstu viðbragðsaðilar, Veðurstofan, lögregluembætti og Vegagerðin, vara fólk við að vera á ferli síðdegis og fram á nótt. „Spáð er ofsaveðri og meðalvindi um og yfir 30 m/s um norðvestanvert landið. Hviður þá 40-50 m/s undir Hafnarfjalli frá því um klukkan 16. Eftir kl. 17-18 verður hættulega hvasst af suðri upp á öll ferðalög að gera, allt frá Hvalfirði vestur úr og norður í Eyjafjörð,“ segir á Facebook-síðu Vegagerðarinnar.
 

Frá veðurfræðingiKl. 9:20Gert er ráð fyrir mikilli veðurhæð í dag en um leið hlýnar og hlánar upp á hæstu fjallvegi. ...

Posted by Vegagerðin on 13. mars 2016

Eins og sjá má á þessu korti Windyty er spáð vonskuveðri, sérstaklega um norðanvert og vestanvert landið.

Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varar sömuleiðis við miklu vatnsveðri - hiti mun sumstaðar fara upp fyrir 5 stig og jafnvel 10 stig

Viðvörun frá Veðurstofunni 13. mars kl.15:20Á sunnudag er spáð talsverðri rigningu á sunnan og vestanverðu landinu...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on 12. mars 2016

Veðurstofa Íslands birti þetta þetta „litríka“ kort á Facebook-síðu sinni.

 

Svona reiknar Harmonie veðurlíkanið okkar með að veðrið verði á miðnætti annað kvöld. Auknum sjávaráhlaðanda er spáð á...

Posted by Veðurstofa Íslands on 12. mars 2016

Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði í hádegisfréttum RÚV að veðrið færist norður yfir landið þegar líður á daginn. „Við erum að spá ofsaveðri, eða yfir 30 metrum á sekúndu víða á Norður- og Vesturlandi í kvöld og nótt.“

Úrkoman verður mest á vestanverðu landinu en lítil á Norður- og Austurlandi. Þar geta hins vegar orðið leysingar. „Við erum að vara við því að ár og lækir geta bólgnað í leysingunni og valdið einhverjum vandræðum ef það flæðir yfir bakanna. Þetta á við um allt land, og ekkert síður á Norður- og Austurlandi þó að það sé engin rigning þar.“

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV