Veður setur strik í reikninginn hjá Ólafíu

14.09.2017 - 10:22
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Elvar Þórólfsson  -  GSÍ
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun ekki hefja keppni á Evian mótinu í golfi í Frakklandi klukkan 11:09 eins og til stóð. Mikill vindur og rigning er á keppnissvæðinu í Évian-les-Bains í Frakklandi þar sem mótið fer fram og þurfti að stöðva leik um tíma í morgun. Af þeim völdum færist rástími Ólafíu og er gert ráð fyrir því að hún hefji keppni klukkan 13:00 í dag.

Evian mótið er eitt af fimm risamótum ársins hjá kvenkylfingum. Þetta er þriðja risamótið sem Ólafía keppir á, en hún var einnig meðal keppenda á KPMG mótinu og á Opna breska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Hún komst þó ekki í gegnum niðurskurð á þeim mótum.

Verðlaunafé á Evian mótinu er það næst hæsta á eftir Opna bandaríska meistaramótinu.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður