Veður og tíska og margt margt fleira

16.03.2016 - 11:04
Mynd með færslu
 Mynd: Norræna húsið
The Weather Diaries, Anarkía, Darwin, Vampírurnar í Þjóðleikhúsinu og Ástríðan. Allt í Víðsjá á Rás 1 í dag klukkkan 17:03.

 

Í Víðsjá í dag verður komið við í Norræna húsinu en þar er unnið að sýningu sem tengir saman veður og tísku, The Weather Diaries. Þetta er sýning sem hefur ferðast um heiminn undanfarin tvö ár, hún samanstendur af  ljósmyndum og innsetningum sem unnar eru í nánu samstarfi við tólf hönnuði og listamenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

María Kristjánsdóttir segir skoðun sína á leiksýningunni Hleyptu þeim rétta inn sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu og lesið verður úr bók vikunnar á Rás 1 sem að þessu sinni er Ástríðan eftir breska rithöfundinn Jeanette Winterson.

Hugað verður að fjölskyldulífi Charles Darwin sem hafði áhrif á byltingarkennd vísindastörf hans og loks verður haldið í listasalinn Anarkíu í Hamraborg í Kópavogi þar sem myndlistarmennirnir Bjarni Sigurbjörnsson og Jón Óskar opnuðu saman sýningu á dögunum sem þeir kalla September 2013

 

Mynd með færslu
Guðni Tómasson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi