Vaxandi fylgi við Macron og En Marche

19.05.2017 - 06:56
epa05972056 French President Emmanuel Macron (C) and Prime Minister Edouard Philippe (2-L) pose for a group photo with the female ministers of the new French government after the first cabinet meeting at the Elysee Palace in Paris, France, 18 May 2017.
 Mynd: EPA  -  REUTERS POOL
Emmanuel Macron, nýkjörnum Frakklandsforseta, gengur ágætlega að fá kjósendur til fylgis við sig og ríkisstjórn sína, sem hann kynnti til sögunnar á dögunum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hyggjast um 32% franskra kjósenda að greiða tiltölulega nýstofnaðri stjórnmálahreyfingu Macrons, En Marche, eða Áfram gakk, atkvæði sitt í þingkosningunum í júní. Það verða fyrstu þingkosningarnar, sem sá flokkur tekur þátt í. Repúblikanar, eða Lýðveldisflokkurinn, fengi um 19% atkvæða samkvæmt sömu könnun.

Þingkosningarnar, eins og forsetakosningarnar, fara fram í tveimur umferðum, 11. og 18. júní. Kosningakerfið gerir mönnum erfitt fyrir að spá með nokkurri nákvæmni um endanlega skiptingu þingsæta. En Marche hefur nú bætt við sig 6 prósentustiga fylgi milli kannana, og haldi svo fram sem horfir þykja góðar líkur á að Macron nái að tryggja sér meirihluta á þingi. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV