Varnarsamstarfið rætt í utanríkismálanefnd

11.02.2016 - 06:37
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna verður á dagskrá utanríkismálanefndar á fundi hennar fyrir hádegi í dag.

Steinunn Þóra Árnadóttir nefndarmaður og þingmaður Vinstri grænna, óskaði eftir fundinum vegna frétta um uppbyggingu bandaríska hersins í Keflavík.

Herinn hefur farið fram á fjármagn á næstu fjárlögum Bandaríkjanna til að færa í stand gamalt flugskýli hersins á Keflavíkurflugvelli, sem mun hýsa P-8 Poseidon vélar hersins. Óskað er eftir sem nemur rúmum 2,7 milljörðum króna í verkefnið.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í Morgunútgáfunni í gær að ekkert hafi verið til umræðu að bandaríski herinn hafi hér fasta viðveru á ný.  Hann sagði jafnframt að sjálfsagt að ræða málið í utanríkismálanefnd til að fyrirbyggja misskilning.