Varnarliðið í Víðsjá

12.02.2016 - 11:25
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Í Víðsjá á Rás 1 klukkan 17:03 í dag verður fjallað um bandaríska varnarliðið og áhrif þess á Íslandi á árunum 1951-2006. Tilefnið eru vangaveltur um vilja bandaríska hersins og íslenskra stjórnvalda um samstarf á sviði varnamála.

Viðmælendur í þættinum verða Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, Friðþór Eydal fyrrverandi upplýsingafulltrúi varnarliðsins, Þorsteinn Eggertsson rithöfundur og Daisy Neijmann aðjúnkt við hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Mynd með færslu
Guðni Tómasson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi