Varar ríki við að senda landher til Sýrlands

06.02.2016 - 12:30
epa05044360 Syrian Foreign Minister Walid Muallem attends a joint press conference with his Russian counterpart Sergei Lavrov (not pictured) during a press conference after their meeting in the Foreign Mninistry guest house in Moscow, Russia, 27 November
Walid Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands.  Mynd: EPA
Stjórnvöld í Damaskus vöruðu í dag erlend ríki við því að senda landher til Sýrlands. Walid Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði að litið yrði á það sem innrás yrðu hersveitir sendar til landsins án heimildar og brugðist yrði við í samræmi við það. Árásarmenn yrðu sendir heim í líkkistu, hvort sem það væru Sádi-Arabar eða Tyrkir.

Sádi-Arabar hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til að taka þátt í landhernaði í Sýrlandi og ráðamenn í Barein segjast einnig tilbúnir til að senda þangað herlið. Þá hefur verið orðrómur á kreiki um hernaðaríhlutun Tyrkja í Sýrlandi og hafa stjórnvöld í Moskvu sakað þá um að vera að undirbúa innrás.