Varað við stormi suðvestanlands

28.02.2016 - 08:29
Mynd með færslu
 Mynd: Ægir Þór Eysteinsson  -  RÚV
Búist er við stormi, eða meira en tuttugu metrum á sekúndu við suðvesturströnd landsins og á miðhálendinu síðdegis.

Reikna má með stormi og blindbyl á Heillisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði í kvöld. Upp úr klukkan tvö fer að skafa og snjóa á þessum slóðum, með takmörkuðu skyggni. 

Það hlánar á láglendi, og gert er ráð fyrir hviðum, um þrjátíu til fjörutíu metrum á sekúndu undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi frá klukkan sex í dag. 

 

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV