Varað við stormi norðvestanlands

19.02.2016 - 12:10
Blindbylur á Egilsstöðum.
 Mynd: RÚV
Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun um að búist sé við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu um landið norðvestanvert seint í nótt og á morgun.

Í athugasemd veðurfræðings sem sjá má á vef Veðurstofunnar og á smáforriti Veðurstofunar segir að í kvöld og nótt sé vaxtandi norðaustanátt NV-lands og á morgun sé útlit fyrir storm á Vestfjörðum með snjókomu og skafrenningi. Þegar líði á morgundaginn dreifi hvöss norðanáttin úr sér um norðanvert landið með snjókomu, jafnvel talsverðri um tíma, og því megi búast við varasömu ferðaveðri á þessum slóðum.  

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV