Var sektaður um 145 milljarða króna

09.02.2016 - 20:00
epa04184844 An exterior view of the JP Morgan signage, Central district, Hong Kong, China, 28 April 2014.  EPA/ALEX HOFFORD
 Mynd: EPA
Breska fjármálaeftirlitið FCA sektaði í dag Achilles Macris, fyrrverandi yfirmann hjá JP Morgan bankanum um jafnvirði 145 milljarða króna fyrir að hafa ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni.

 

Macris var forstjóri alþjóðlegs fjárfestingasviðs bankans í Lundúnum, sem bar ábyrgð á fjölmörgum eignasöfnum. Rannsókn á starfsháttum hans leiddi í ljós að hann hafði trassað að tilkynna um áhyggjur sínar vegna viðskipta eins fjárfestis sem vann hjá deildinni. Sá heitir Bruno Iksil og gekk undir heitinu Hvalurinn frá Lundúnum. Talið er að áhættuviðskipti hans, sem runnu út í sandinn, hafi kostað JP Morgan bankann 6,2 milljarða dollara, jafnvirði 790 milljarða króna. Sjálfur þarf Hvalurinn svonefndi ekki að gjalda fyrir mistökin. Fjármálaeftirlitið felldi niður rannsókn á starfsháttum hans í júlí í fyrra án frekari skýringa.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV