Vandaverk að búa til vínylplötur

11.01.2016 - 13:28
Úlfar Jacobsen er einn um það á landinu að búa til vínylplötur, hann rekur sitt litla fyrirtæki í Stúdíó Dallas sem er í sama húsnæði og Hljóðriti í Trönuhrauni 6. Ryk undir mottunni getur skipt sköpum þegar vínyllinn er skrifaður, segir Úlfar.

Tók sér umhugsunarfrest

Úlfar hafði hugsað um að kaupa sér græjuna í þó nokkurn tíma, og lét loks verða af því. Úlfar brá sér til Þýskalands til að kaupa tækið, sótti námskeið og kom svo með það heim, en vínyllinn er aftur orðin mjög vinsæll, og margir tónlistarmenn gefa bæði út á diski og vínyl.

Skrifar hvert einasta eintak

Það borgar sig ekki að nýta fyrirtæki Úlfars, ef gefa á út fjölda eintaka í vínyl, því Úlfar skrifar hvert eintak. Margir nýta þó þjónustu hans, og gefa út allt að 50 eintökum, ef gefa á út stærra upplag, borgar sig að senda efnið út í pressun. Nöfn eins og Sjonni Brink og Úlfur, Úlfur hafa fengið efni sitt skrifað hjá Úlfari Jacobsen, rætt var við hann í Mannlega þættinum.

Mynd með færslu
Lísa Pálsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Mannlegi þátturinn
Þessi þáttur er í hlaðvarpi