Valur kjöldró Aftureldingu

09.01.2016 - 16:22
Valur vann 14 marka sigur gegn botnliði Aftureldingar og komst þar með upp í annað sæti Olísdeildar kvenna í handbolta. Lokaúrslit urðu 38-24 í leik sem fram fór að Hlíðarenda.

Kristín Guðmundsdóttir og Íris Pétursdóttir Viborg voru atkvæðamestar í liði Vals með 8 mörk en í liði Aftureldingu voru þær Telma Rut Frímannsdóttir og Þóra María Sigurjónsdóttir markahæstar með 5 mörk hvor.

Í Kópavogi höfðu heimakonur í HK betur gegn Fjölni, 26-22. Emma Havin Sardarsdóttir var markahæst hjá HK með 7 mörk en Díana Kristín Sigmarsdóttir dró vagninn hjá liði Fjölnis og skoraði 9 mörk.

Valur fór með sigrinum upp í annað sætið með 22 stig. HK fór upp að hlið Fjölnis í 9. sæti deildarinnar með 8 stig að loknum 14. umferðum.

Úrslit dagsins í Olís-deild kvenna:
Val­ur – Aft­ur­eld­ing 38:24
HK – Fjöln­ir 26:22

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður