Valdís Þóra í aðgerð á þumalfingri

04.02.2016 - 18:11
Mynd með færslu
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni.  Mynd: GSÍ
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er á leið í aðgerð á þumalfingri. Valdís Þóra greinir frá þessu í dag en hún hefur fundið fyrir meiðslum í vinstri þumalfingri í hartnær tvö ár.

„Í september kom undarlegur smellur í þumalinn þegar eg var að æfa á Spáni sem gerði mér erfitt með að halda á kylfunni vegna sársauka,“ skrifar Valdís á facebook síðu sína í dag. Hún fer á morgun í aðgerð og verður hún frá æfingum og keppni næstu 4-6 vikurnar.

Valdís Þóra leikur á LET Access mótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumannamótaröðin í Evrópu. Hún reyndi að komast á Evrópumótaröði kvenna í desember í gegnum úrtökumót en náði ekki takmarki sínu. Valdís mun leika áfram á LET Access mótaröðinni í ár en mun missa af fyrsta móti tímabilsins sem fram fer í lok mars vegna aðgerðarinnar.

 

Heil og sæl! Kominn tími á smá fréttir af mér :) Varúð, örlítil langloka! (English below) Eins og flest ykkar vita gekk...

Posted by Valdís Þóra Jónsdóttir on Thursday, February 4, 2016

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður