Útvarp

15.02.2016 - 18:24
Í þættinum ætlum við að fræðast um útvarp. Útvarpstækið breytti gríðarlega miklu í samfélagi okkar og ætlum við að heyra um upphafið og þær merku uppfinningar sem þurftu að smella saman svo útvarpið yrði að veruleika.

Útvarp Reykjavík. Við heyrum svo einnig um hvernig og hvenær útvarpið kom til Íslands, hvað var hægt að gera með útvarpstækjunum annað en að hlusta á útsendinguna og hrekki sem voru gerðir í útvarpi á árum áður og merkilegt er hversu auðvelt það var að hrekkja fólk í gegnum útvarpið.

Sérfræðingur þáttarins er: Hreinn Valdimarsson.

Mynd með færslu
Sigyn Blöndal
dagskrárgerðarmaður
Saga hlutanna
Þessi þáttur er í hlaðvarpi