Úrskurðað í Icesave málinu 28. janúar

03.01.2013 - 10:09
Mynd með færslu
EFTA-dómstóllinn hyggst úrskurða í Icesave-málinu 28. janúar. Þetta kemur fram á vefsíðu dómstólsins. Munnlegur málflutningur var í Lúxemborg í september.

Tekist er á um tvennt í máli eftirlitstofnunar EFTA, eða ESA, gegn íslenska ríkinu. Annars vegar hvort Ísland hafi brotið gegn tilskipun Evrópusambandsins með því að greiða ekki 20 þúsund evrutryggingu fyrir hverja innstæðu í erlendum útibúum Landsbankans og hins vegar hvort íslenska ríkið hafi mismunað innstæðueigendum með því að tryggja að fullu innstæður í bönkum hér á landi en ekki útibúum þeirra í útlöndum.