Uppselt á endurkomu Guns N' Roses

Erlent
 · 
Norður Ameríka
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
epa03500364 US lead singer, Axl Rose, member of the US hard rock band Guns N' Roses performs during a concert in Bangalore, India, 07 December 2012. Guns N'Roses is on a tour in India for first time.  EPA/JAGADEESH NV
 Mynd: EPA

Uppselt á endurkomu Guns N' Roses

Erlent
 · 
Norður Ameríka
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
07.01.2016 - 00:50.Róbert Jóhannsson
Innan við klukkustund tók að selja alla miða á Coachella hátíðina í vor, en þar bera hæst endurkomu-tónleikar bandarísku rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses. Miðasala hófst klukkan sjö í kvöld og klukkustund síðar var tilkynnt að miðarnir væru uppseldir. Enn eru þó einhverjir miðar í boði fyrir meðlimi aðdáendahóps hljómsveitarinnar.

Hljómsveitin kemur saman á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu ríki og mun hún troða upp laugardagana 16. og 23. apríl. Þetta verður í fyrsta sinn sem söngvarinn Axl Rose og gítarleikarinn Slash koma fram saman frá árinu 1993. Bassaleikarinn Duff McKagan tekur þátt í endurkomunni með þeim og uppi er orðrómur um að verið sé að semja við trommuleikarann Steven Adler um að taka nokkur lög á tónleikunum. Þá vantar aðeins gítarleikarann Izzy Stradlin til þess að fullkomna upprunalega samsetningu hljómsveitarinnar.

Ekki er öll nótt úti enn fyrir meðlimi Næturlestarinnar, aðdáendahóps hljómsveitarinnar, sem hafa aðgang að sérstökum miðum á tónleikana þar til á morgun.

Coachella Tickets Are Sold Out But...Nightrain members, you still have access to your exclusive tickets through tomorrow. Sales end at 12noon PST. Log-in to your account for details.

Posted by Guns N' Roses on 6. janúar 2016

Meðal annarra sem koma fram á Coachella í vor eru Of Monsters and Men, LCD Soundsystem, sem taka upp hljóðfærin á nýjan leik eftir nokkurra ára hlé, Ice Cube og fleiri.

Tengdar fréttir

Tónlist

Guns N' Roses kemur fram á Coachella