Uppreisnarmenn umkringja Raqqa

03.06.2017 - 11:47
Miðborg Raqqa, 2009
Miðborg Raqqa árið 2009, áður en borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi. Raqqa er höfuðvígi samtakanna Íslamska ríkisins.  Mynd: Flickr
Uppreisnarhópar úr röðum Kúrda hafa náð yfirráðum á stóru landssvæði vestur af borginni Raqqa í Sýrlandi. Búist er við því að uppreisnarmenn hefji árás á borgina á næstu dögum, en Raqqa er höfuðvígi Íslamska ríkisins.

Sýrlenska mannréttindavaktin (SOHR) greinir frá þessu. Liðsmenn Íslamska ríkisins komast því nú hvorki til borgarinnar né frá henni. Uppresinarmenn hafa notið liðsinnis Bandaríkjahers, meðal annars í formi loftárása á Íslamska ríkið.

Borgin Raqqa stendur á norðausturbökkum Efratsfljótsins, um 160 kílómetra austur af Aleppo. Áður en stríðið í Sýrlandi braust út fyrir 6 árum var Raqqa sjötta fjölmennasta borg landsinsm með rúmlega 200 þúsund íbúa. Í janúar 2014 náðu liðsmenn Íslamska ríkisins borginni á sitt vald.

 

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV