Uppreisnarmenn deila í Jemen

23.08.2017 - 11:40
epa05402182 Armed Houthi supporters attend an anti-Israel protest marking Al-Quds Day (Jerusalem Day) in Sana'a, Yemen, 01 July 2016. Many Muslim countries mark Al-Quds day, an annual day of protest decreed in 1979 by the late Iranian ruler Ayatollah
Fylgismenn Hútí-fylkingarinnar í Jemen.  Mynd: EPA
Deilur hafa sprottið upp milli uppreisnarmanna í Jemen, Hútí-fylkingarinnar og stuðningsmanna Ali Abdulla Saleh, fyrrverandi forseta landsins.

Fréttastofan Al-Arabiyah segir Hútí-fylkinguna saka Saleh um landráð, en upp úr hafi soðið milli fylkinganna þegar hann hafi kallað her Hútí-fylkingarinnar vígasveitir. Hútí-menn segi Saleh verða að reikna með að þau ummæli hafi afleiðingar.

Að sögn Al Arabiya óttast margir að allt fari í bál og brand í höfuðborginni Sanaa, þar sem Hútí-fylkingin hafi ráðið ríkjum undanfarin ár. Saleh og fylgismenn áformi samkomu í borginni á morgun til að minnast þess að 35 ár séu frá Alþýðufylkingarinnar, flokks forsetans fyrrverandi. 

Að minnsta kosti 30 létu lífið í Sanaa í morgun, þegar Saudi-arabar og bandamenn þeirra, gerðu loftárásir á borgina. Fjöldi almennra borgara er meðal hinna látnu.