Upplýsingar um eiginleika lyfja ekki tiltækar

03.02.2016 - 00:01
Hitamælir og alls kyns lyf.
 Mynd: sanja gjenero  -  RGBStock
Nokkur brögð voru að því á lyfjakynningum á nýliðnum Læknadögum í Hörpu að upplýsingar úr samantekt á eiginleikum lyfja væru ekki handbærar og þá hafði nokkrum lyfjafyrirtækjum láðst að hafa upplýsingar um verð lyfjanna og greiðsluþátttöku sjúklinga við hendina.

Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunar sem hefur eftirlit með lyfjaauglýsingum. Fulltrúar hennar fóru á Læknadaga og athugaði auglýsinga- og kynningarstarfsemi einkum á lyfseðilsskyldum lyfjum. Almennt reyndist þó fylgni við ákvæði reglugerðar um lyfjaauglýsingar viðunandi. 

 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV