Upp með sólgleraugun og sólarvörnina!

13.02.2016 - 07:23
Mynd með færslu
 Mynd: Landinn  -  RÚV
Veðurstofan varar útivistarfólk við óvenjulitlu ósoni yfir Íslandi um helgina og þótt úti sé kalt er full ástæða til að draga fram bæði sólgleraugu og sólarvörn. Afar lítið óson mælist nú yfir landinu og er búist við svipuðu ástandi næstu daga og víða sólbjörtu veðri. Því er útivistarfólk sem hyggur á útiveru um lengri tíma þar sem sólar nýtur við og snjór hylur jörðu eindregið hvatt til að verja sig gegn geislum sólar, til dæmis með því að nota sólgleraugu og sólarvörn.
Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV