Unnið að viðgerðum á raflínum

05.02.2016 - 01:09
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson  -  RÚV
Unnið er að því að setja upp nýja rafmagnsstaura við Skaftártungu þar sem margir brotnuðu í gærkvöldi. Allir tiltækir starfsmenn á Selfossi taka þátt í viðgerðinni auk þess sem kallað var eftir aðstoð frá Vesturlandi. Unnið verður að viðgerð eitthvað fram eftir degi. Að auki var rafmagnsbilun á Grafningslínu í Þingvallasveit. Unnið er að viðgerð þar og má búast við rafmagnsleysi frá Villingavatni að Þjóðgarði á meðan hún stendur yfir.

Viðgerð er lokið á Smyrlulínu og í Nesjum. Rafmagn er því aftur komið á í Skaftafelli og á Mýrum.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV