Undirbúa móttöku umsókna vegna Kópavogshælis

20.03.2017 - 13:57
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Verið er að undirbúa móttöku umsókna fyrrverandi vistmanna á Kópavogshæli vegna greiðslu sanngirnisbóta. Listi frá vistheimilamend yfir vistmenn liggur nú fyrir hjá tengilið vistheimila og fulltrúa sýslumanns á Norðurlandi eystra, sem annast greiðslu bótanna. 80 milljónir úr fjárlögum eiga að fara til greiðslu bótanna.

Í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu um stöðu mála segir að skýrsla vistheimilisnefndar um Kópavogshæli, sem birt var í febrúar, verði lögð til grundvallar þegar ákveðið verður hvernig greiðslu bóta verður háttað. Næst undirbýr tengliliður vistheimila umsóknir um bætur fyrir vistmenn og haft verður samband við þá í gegn um forstöðumenn sambýla, persónulega ráðgjafa eða aðra sem tengjast þeim. Hátt í hundrað manns sem voru vistaðir á Kópavogshæli eru enn á lífi og gætu átt rétt á sanngirnisbótum. Áttatíu milljónir króna eru veittar á fjárlögum þessa árs til greiðslu slíkra bóta.

Mynd með færslu
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV