Umbótasinnar leggja harðlínumenn í Íran

29.02.2016 - 11:53
epa04838085 Iran's President Hassan Rouhani (L) attends a welcoming ceremony upon his arrival in Ufa, the capital of  Bashkortostan republic, Russia, 09 July 2015. Ufa is hosting BRICS (Brazil, Russia, India, China and South Africa) and SCO (Shanghai
Hassan Rouhani, forseti Írans.  Mynd: EPA  -  RIA NOVOSTI POOL
Fyrstu tölur benda til þess að umbótasinnar sem styðja Hassan Rouhani forseta Írans hafi styrkt stöðu sína verulega í þingkosningunum á föstudag. Lokaniðurstöðu er að vænta á morgun.

 

Í Guardian segir að harðlínumenn hafi orðið fyrir auðmýkjandi áfalli í kosningunum. Frambjóðendur sem studdir eru af umbótasinnum hafi unnið stórsigur í höfuðborginni í Teheran og hófsamir frambjóðendur og óháðir hafi víða náð góðum árangri. Frambjóðendur sem umbótasinnar studdu ná líklega öllum 30 þingsætum í Teheran. Kosningarnar eru taldar treysta stöðu Hassan Rouhani forseta landsins og umbótastefnu hans. Talið er að 20 konur verði valdar til setu á þinginu sem er met í Íran.

Umbótasinnar hafa líka treyst stöðu sína í sérfræðingaráðinu sem meðal annars velur æðsta leiðtoga landsins. Valið í sérfræðingaráðið vekur óvenju mikla athygli að þessu sinni í ljósi þess að núverandi leiðtogi, Ayatollah Ali Khamenei er 76 ára.

 

Mynd með færslu
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV