Um 10 skjálftar í nótt

08.10.2014 - 07:34
Mynd með færslu
Um 10 jarðskjálftar hafa mælst í norðvestanverðum Vatnajökul frá miðnætti og hátt í 30 síðan klukkan sjö í gærkvöldi, flestir í Bárðarbungu. Sá stærsti mældist 3,9 og varð laust eftir klukkan hálf fjögur í nótt.

Gosið virðist enn í fullum gangi en lágskýjað er á svæðinu og ekki hefur sést til þess á vefmyndavélum síðan klukkan eitt í nótt.