Úlfar fóru á flug í Stúdíói 12 - myndskeið

04.03.2016 - 18:10
Rappsveitin Úlfur Úlfur tók lagið í beinni útsendingu á Rás 2 fyrr í dag. Úlfarnir eru tilnefndir til þrenna verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fara í kvöld. Þar á meðal sem flytjendur ársins. Þeir tóku lagið Brennum allt en það er tilnefnd sem lag ársins. Myndband af flutningnum má sjá hér að ofan.

Afhending verðlaunanna fer fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld og hefst bein útsending klukkan 21.00 í Sjónvarpinu og á RÚV.is.