Tvöfaldur lokaþáttur Ófærðar 21. feb

Innlent
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot  -  RÚV

Tvöfaldur lokaþáttur Ófærðar 21. feb

Innlent
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
12.02.2016 - 15:03.Kristján Sigurjónsson
Tveir síðustu þættir Ófærðar á RÚV, þættir númer og 9 og 10, verða sýndir sama kvöld, sunnudaginn 21. febrúar. 8. þátturinn verður sýndur á sunnudaginn kemur, 14. febrúar.

Ákveðið að enda með látum

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps, segir þetta gert til að verðlauna áhorfendur. Þáttaröðin hafi fengið frábærar viðtökur og því hafi verið ákveðið að stytta biðina og enda Ófærð með látum. Kvöldið áður, laugardaginn 20. feb., verður úrslitakvöld Söngvakeppninnar á dagskrá.     

Góðar viðtökur erlendis

Ófærð hefur að jafnaði fengið tæplega 60% áhorf, það mesta sem mælst hefur á þáttaröð, síðan rafrænar mælingar hófust árið 2008. Ríflega fimm milljónir manna horfðu á fyrstu fjóra þættina sem sýndir voru á mánudagskvöldið í Frakklandi. Í Noregi hafa að jafnaði 500 þúsund manns horft í hverri viku sem er með því besta sem gerist í norsku sjónvarpi.