Tvö jafntefli í Olís-deildinni í kvöld

18.02.2016 - 22:08
Mynd með færslu
Afturelding gerði jafntefli í kvöld.  Mynd: RÚV  -  Skjáskot RÚV
Þrír leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld og enduðu tveir leikir með jafntefli í spennuleikjum. Botnlið Víkings gerði 24-24 jafntefli við Fram sem er í efri hluta deildarinnar og sömu úrslit urðu í viðureign Aftureldingar og Gróttu að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld.

Valsmenn unnu góðan útisigur á ÍR í Breiðholti í kvöld, 21-24. Sturla Ásgeirsson og Ingi Rafn Róbertsson áttu góðan leik hjá ÍR og skoruðu báðir átta mörk. Það dugði hins vegar ekki til gegn sterku liði Valsmanna.

Staðan í deildinni

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður