Tvennt skotið til bana í mótmælum í Venesúela

epa05915863 Demonstrators clash with police during an opposition protest in Caracas, Venezuela, 19 april 2017. Police, using tear gas, dispersed protesters in the center of Caracas. Venezuela is the scene of massive protests for both government supporters
Mótmælafundir gegn stjórnvöldum í Venesúela eru daglegt brauð þar í landi.  Mynd: EPA  -  EFE
Sautján ára piltur, sem tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum í Venesúela, lést í dag af sárum sínum. Skotið var á hann þar sem hann tók þátt í fjöldamótmælum gegn Maduro forseta og stjórn hans. Að sögn yfirmanns Clinicas Caracas sjúkrahússins skaut maður á mótorhjóli á piltinn þegar hann ók framhjá mótmælendunum. Sami maður hafði áður kastað táragassprengju inn í mannfjöldann.

Þá var 23 ára kona skotin til bana þar sem hún tók þátt í mótmælaaðgerðum í vesturhluta Venesúela. AFP fréttastofan hefur eftir starfsmanni ríkissaksókaraembættis landsins að hún hafi verið skotin í höfuðið.
Fjölmennar mótmælagöngur og -fundir eru í höfuðborginni Caracas og víðar um Venesúela í dag. Þjóðvarðlið landsins hefur verið kallað út. Það hefur reynt að dreifa mannfjöldanum með táragasi. 
 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV