Tveir fangar fluttir frá Guantanamo til Gana

07.01.2016 - 04:48
epa03682731 (FILE) A file photograph showing men dressed in orange coveralls, alleged al-Qaida and Taliban combatants captured in Afghanistan washing before midday prayers at controversial Camp X-Ray, where they are being held in cages at the US Naval
 Mynd: EPA  -  AP POOL FILE
Enn fækkar þeim sem gista fangageymslur Bandaríkjanna á Guantanamo-flóa. Tveir fangar voru fluttir þaðan til Gana í gær og eru nú 105 fangar eftir.

Upphaflega stóð til að flytja fangana til heimalands síns í Jemen þegar árið 2010, en borgarastríð varð til þess að ekki var talið öruggt að flytja þá þangað. Að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins verður áfram fylgst með mönnunum en talið er að þeir verði öruggir í Gana. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er stjórnvöldum í Gana skilað þakklæti Bandaríkjanna fyrir aðstoðina við að loka fangabúðunum á Guantanamo-flóa.

Barack Obama hét því þegar hann tók við embætti forseta árið 2009 að fangabúðunum yrði lokað í forsetatíð hans. Ekki er útlit fyrir að honum verði að ósk sinni.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir