Tuttugu ár á brúnni

20.03.2017 - 09:45
„Ég hef verið hérna á Borgarfjarðarbrúnni hluta úr ári síðustu tuttugu ár,“ segir Sigurður Hallur Sigurðsson brúarsmiður hjá Vegagerðinni. Sigurður og hans menn eru mættir á brúna eina ferðina enn og líkt og síðustu sumur er unnið að viðgerðum á brúargólfinu.

„Það var orðið verulega slitið og endurnýjunar þörf. Við brjótum gömlu steypuna með vatnsþrýstingi, með sérstakri vél sem við keyptum fyrir nokkrum árum. Síðan steypum við nýjan slitflöt með sérstyrktri steypu sem á að endast í einhverja áratugi. Þetta er seinlegt og ekki nema stuttur tími á ári sem við getum notað í þetta verk vegna umferðarþunga og frosta. Vonandi náum við samt að klára þetta í haust,“ segir Sigurður.

Landinn beið eftir grænu ljósi á Borgarfjarðarbrúnni. Hægt er að horfa á þáttinn í heild hér. 

Mynd með færslu
Gísli Einarsson
Landinn