Tungan er óhult sé hún notuð á skapandi hátt

Bókmenntir
 · 
Dagur íslenskrar tungu
 · 
Sigurður Pálsson
 · 
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
 · 
Menningarefni
 · 
Víðsjá

Tungan er óhult sé hún notuð á skapandi hátt

Bókmenntir
 · 
Dagur íslenskrar tungu
 · 
Sigurður Pálsson
 · 
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
 · 
Menningarefni
 · 
Víðsjá
Mynd með færslu
16.11.2016 - 16:36.Halla Þórlaug Óskarsdóttir.Víðsjá
Sigurður Pálsson, handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt eru ár hvert á degi íslenskrar tungu, segir að aðalatriðið sé að tungumálið sé notað á skapandi hátt. „Það er það sem skiptir öllu máli. Og þá er ég ekki bara að tala um að allir þurfi nauðsynlega að skrifa, það er ekki síður mikilvægt að menn lesi. Lestur er stórlega vanmetinn sem skapandi athöfn, en það er í lestri sem merkingin verður til.“

„Maður velur sér sína andlegu fjölskyldu,“ segir Sigurður þegar hann er spurður um áhrifavalda sína. Listann segir hann langan en þar séu margir skemmtilegir höfundar. Sigurður leggur enda mikinn áherslu á lestur í skapandi vinnu og segir hann afar vanmetinn. „Það er ekki einhver merking, í eitt skipti fyrir öll, í texta, sérstaklega ekki í bókmenntatexta. Þá er það lesandinn sem skapar merkinguna.“

Hann bendir einnig á mikilvægi tungumálsins í lýðræðislegu samhengi. 

„Einsleitni í notkun tungumálsins birtist í þeim sem vilja ráðskast með merkingar ogþað eru þjóðfélagsöfl, hvort sem þau eru stjórnmálaleg eða hernaðarleg eða efnahagsleg. Það eru öfl sem vilja að þeirra þrönga merking og einsleita merking gildi.“

Rætt var við Sigurð Pálsson í Víðsjá á Rás 1.

 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

„Lýðræðislegt þjóðfélag hefur trú á samtali“

Bókmenntir

Sigurður Pálsson hlýtur verðlaun Jónasar

Bókmenntir

Ægifögur sáttargjörð við lífið