Tugir sofandi ferðalanga á Keflavíkurflugvelli

12.08.2017 - 12:01
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tugir ferðamanna sem biðu þess að halda af landi brott eftir ferðalag á Íslandi voru sofandi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um klukkan þrjú í fyrrinótt. Fólk hafði lagst til svefns á gólfum og bekkjum víða í flugstöðinni og búið um sig með dýnum og teppum og jafnvel lagst til svefns í svefnpokum sínum. Slíkt gerist nú á hverri nóttu þó fjöldi sofandi ferðamanna sé misjafn eftir dögum og árstíðum.

Áður fyrr var reynt að sporna við því að ferðamenn legðust til svefns inni í flugstöðinni og í nágrenni hennar. Þetta hefur þó breyst með fjölgun flugferða og sólarhringsopnun í flugstöðinni, samkvæmt upplýsingum frá Keflavíkurflugvelli. Fólk sem er á leið úr landi er því farið að koma fyrr á flugvöllinn en áður og leggjast til svefns síðustu nóttina áður en það heldur af landi brott.

Ferðalangur sem átti leið um Keflavíkurflugvöll í fyrrinótt lýsti aðstæðum þannig að tala mætti um Gistiheimilið Leifsstöð. Þá voru ferðamenn búnir að koma sér upp svefnaðstöðu út um allt gólf og spöruðu sér þannig gistikostnað síðustu nóttina á Íslandi. Starfsfólk lenti sumt hvert í vandræðum, til dæmis við að reyna að skúra gólfið.

Samkvæmt upplýsingum frá Keflavíkurflugvelli 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV