Tugir féllu í loftárásum Rússa

10.01.2016 - 00:45
epa04966937 A handout picture dated 04 October 2015 made available on the official website of the Russian Defence Ministry on 06 October 2015 shows two Russian SU-25  strike fighters taking off from the Syrian Hmeymim airbase, outside Latakia, Syria.
Rússneskar orrustuþotur í flugtaki í Sýrlandi.  Mynd: EPA  -  RUSSIAN DEFENCE MINISTRY
Að minnsta kosti 40 eru látnir eftir loftárásir Rússa á Idlib svæðið í Sýrlandi í dag að sögn almannavarna Sýrlands. Yfir eitt hundrað eru særðir að auki.

Árásirnar voru gerðar á bæinn Maarat al-Numaan og eru sjálfboðaliðar almannavarnasamtakanna að vinna við björgunarstörf á svæðinu. Talsmaður samtakanna segir að tala látinna eigi líklega eftir að hækka því margir eru alvarlega særðir. Skotmörk loftárásanna voru dómshús og fangelsi að sögn Al Jazeera fréttastofunnar.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV