Trump tapar forystunni

Republican presidential candidate, businessman Donald Trump, left, speaks as Republican presidential candidate, Sen. Ted Cruz, R-Texas, speaks during the Fox Business Network Republican presidential debate at the North Charleston Coliseum, Thursday, Jan.
 Mynd: AP  -  FR155191 AP
Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz nýtur nú mesta fylgis frambjóðenda í forkosningum repúblikanaflokksins á landsvísu ef marka má nýjustu skoðanakönnun NBC fréttastöðvarinnar og Wall Street Journal. Auðkýfingurinn Donald Trump hefur hingað til haft öruggt forskot í könnunum, en þarf nú að sætta sig við annað sætið.

Samkvæmt könnun NBC og WSJ er Cruz með 28 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum meira en Trump. Langt er í Marco Rubio sem situr í þriðja sæti með 17 prósenta fylgi, John Kasich mælist með 11 prósenta fylgi og Ben Carson 10 prósent. Jeb Bush rekur svo lestina með fjögur prósent í þessari nýju könnun.

Þátttakendur voru einnig spurðir hvorn tveggja þeir myndu velja ef Trump og Cruz ættust við annars vegar og Trump og Rubio hins vegar. Það kom ekki vel út fyrir Trump, Cruz myndi sigra hann með 56 prósentum gegn 40, og Rubio fengi atkvæði 57 prósenta þátttakenda á móti 41 prósenti sem myndi velja Trump.