Trump sigrar í S-Karólínu - Bush hættur

epa05051183 US Republican Presidential candidate Donald Trump gestures as he speaks during a campaign rally at the While Mountain Athletic Club in Waterville Valley, New Hampshire, USA, 01 December 2015.  EPA/CJ GUNTHER
Donald Trump.  Mynd: EPA
Donald Trump vann öruggan sigur í forkosningum repúblikanaflokksins í Suður-Karolínuríki í nótt. Marco Rubio náði öðru sætinu, en var aðeins hársbreidd á undan Ted Cruz í þriðja sæti. Jeb Bush var fjórði með tæp átta prósent atkvæða og hefur ákveðið að láta staðar numið.

John Kasich og Ben Carson reka lestina í ríkinu. Carson hefur verið neðarlega í fyrstu þremur ríkjunum en Kasich náði ágætum árangri í New Hampshire ríki. Það gæti því enn átt eftir að fækka fyrir næstu forkosningar flokksins.