Trump og Sanders með vind í seglum

11.02.2016 - 09:25
Óvæntur árangur þeirra Donalds Trump og Bernie Sanders í kapphlaupinu um að hljóta tilnefningar flokka sinna vegna forsetakjörs hefur vakið mikla athygli. Þeir hafa sannarlega fengið vind í seglin í fyrstu forkosningunum, sérstaklega í New Hampshire. Næst beinast sjónir að Suður-Karólína og Nevada, þar sem fram fara forkosningar og forval 20. febrúar. Bogi Ágústsson ræddi um þessa baráttu á Morgunvaktinni á Rás 1.

Morgunspjallið hófst á því að ræða dálítið hvers helst er að vænta í fréttum af erlendum vettvangi í dag. Mestu púðri var síðan eytt á slaginn vestanhafs með hljóðdæmum. Bogi Ágústsson lýsti því hversu óvæntur árangur þeirra Trumps og Sanders, sem þó er í takti við hræringar víða á Vesturlöndum. Fólk er reitt út í valdhafa og þreytt á ríkjandi stjórnmálamenningu. 

Bogi ræddi líka á Morgunvaktinni rekstrarerfiðleika A.P. Möller-samstæðunnar, sem er í olíuvinnslu og rekur eitt stærsta skipafélag heims, Mærsk. Lækkun olíuverðs og samdráttur í flutningum hafa skert afkomuna. En forvígismenn danska viðskiptaveldisins hafa ekki áhyggjur af stöðunni, segja að þar á bæ séu menn vanir að mæta slíkum áföllum. 

Mynd með færslu
Óðinn Jónsson
dagskrárgerðarmaður
Morgunvaktin
Þessi þáttur er í hlaðvarpi