Tottenham í annað sæti eftir sigur á City

14.02.2016 - 18:08
epa05160702 Manchester City's Fernando (R) in action with Tottenham Hotspur's Christian Eriksen (L) during the English Premier League soccer match between Manchester City and Tottenham Hotspur at the Etihad Stadium, Manchester, Britain, 14
Christian Eriksen skoraði sigurmark Tottenham í dag.  Mynd: EPA
Frábært gengi Tottenham heldur áfram og vann liðið í dag frábæran 1-2 sigur á Manchester City á útivelli í dag. Harry Kane og Christian Eriksen skoruðu mörk Tottenham en Kelechi Iheanacho skoraði eina mark City.

Með sigrinum er Tottenham komið á ný upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig líkt og Arsenal en með betri markatölu. Leicester City er á toppnum með 53 stig.

Manhester City virðist vera að missa af lestinni en liðið er með 47 stig, sex stigum á eftir Leicester þegar tólf umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeldildinni.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður